29. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. maí 2017 kl. 09:05


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:05
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:05
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:05

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 28. fundar samþykkt.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:05
Samþykkt var að afgreiða málið frá nefndinni. Að umsögn meiri hluta nefndarinnar standa Birgir Ármannsson, Hildur Sverrisdóttir, Jóna Sólveig Elínardóttir, Nichole Leigh Mosty og Vilhjálmur Árnason. Elsa Lára Arnardóttir, Guðjón S. Brjánsson, Halldóra Mogensen og Steingrímur J. Sigfússon tilkynntu að þau munu skila sérstökum umsögnum.

3) 57. mál - heilbrigðisáætlun Kl. 09:30
Ákveðið var að afgreiða málið frá nefndinni með samþykki allra nefndarmanna. Að nefndaráliti standa allir nefndarmenn.

4) Tilskipun nr. 2014/67/ESB um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 um samvinnu á sviði stjórnsýslu fyrir tilstilli upplýsingakerfisins fyrir innri markaðinn (reglugerðin um IM-upplýsing Kl. 10:00
Ákveðið var að afgreiða málið frá nefndinni með samþykki allra nefndarmanna. Að nefndaráliti standa allir nefndarmenn.

5) Önnur mál Kl. 10:08
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:08